Science on Stage er víðfemt lærdómssamfélag kennara sem hafa áhuga á stærðfræði- og náttúruvísindakennslu, og skapandi verkefnavinnu. Science on Stage býður upp á einstakt tækifæri til að tengjast evrópskum starfssystkinum, deila reynslu og sækja innblástur til að bæta kennslu í stærðfræði, náttúruvísindum, list- og verkgreinum.
Science on Stage á rætur sínar í viðbragði við ákalli Evrópuráðsins um leiðir til að auka áhuga á vísindum. Fyrsti viðburðurinn var haldinn árið 2000 hjá CERN í Genf undir heitinu Physics on Stage þar sem yfir 500 kennarar frá 22 löndum komu saman til að deila verkefnum.
Árið 2004 var verkefnið útvíkkað til að ná yfir allar náttúruvísindagreinar og fékk nafnið Science on Stage. Fyrsti viðburðurinn undir þessu nafni var haldinn hjá CERN árið 2005, og sá næsti í Grenoble árið 2007. Þrátt fyrir að fjárstuðningur Evrópusambandsins hafi runnið sitt skeið á enda árið 2008, héldu þátttökulöndin áfram samstarfi og stofnuðu árið 2011 formlega félagið Science on Stage Europe með höfuðstöðvar í Berlín. Síðan þá hafa reglulegir viðburðir verið haldnir víðs vegar um Evrópu, þar sem kennarar deila nýstárlegum kennsluaðferðum og efla tengslanet sitt.
Þátttaka Íslenskra kennara hófst með …
Ásdís Ingólfsdóttir
DesignationClick here to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.