Teaching details of proteins’ structure in 3D

Líkanagerð er frábær leið til að skilja flókin lífeðlisfræðileg hugtök. Þetta verkefni tekur fyrir prótein sem eru nauðsynleg fyrir frumulíffræðileg ferli. Handgert þrívíddarlíkan leiðir fyrir sjónir lögun pepsíns (ensím sem spilar hlutverk við meltingu kollagens) og skýrir virkni þess. Líkanið auðveldar umræður um lögun próteina, umbrot þeirra, víxlverkun, virkjun forensíma, og eiginleika amínósýra. Einnig má nýta það til að ræða hindra, sér í lagi stýrilnæma hindra.

Nemendur fylgja samræðunum eftir með því að nota próteingagnagrunn til að kanna mismunadi byggingar próteinsins eftir því hvort það er virkjað eða ekki og skoða hver áhrifin eru á bygginguna. Notkun stafrænu tólanna á að styðja við námið með því að sýna nemendum mikilvægi efnatengja í virkni próteina.

Scroll to Top