Ný heimasíða Science on Stage Ísland

Fyrir tveimur árum tók að myndast hópur í kringum Science on Stage á Íslandi. Ásdís Ingólfsdóttir og Helga Snæbjörnsdóttir fóru þá með stjórn verkefnisins og kynntu það fyrir kennurum á Ráðstefnu um menntun í náttúruvísindum sem haldin var á Selfossi 14. og 15. apríl 2023. Í kjölfarið myndaðist hópur um að móta betur aðgengi kennara að Science on Stage Festival starfsþróunarviðburðinum.

Haustið 2023 sá Hildur Arna Håkanson um menntabúðir á vegum Nýmenntar á Menntavísindasviði og Mixtúru til að velja verkefni sem færu til á Science on Stage Festival í Turku, í Finnlandi haustið 2024, og fóru þrír kennarar með tvö verkefni á viðburðinn, þau Hanna Gréta Pálsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, og Sigurður Fjalar Jónsson.

Science on Stage á Íslandi starfaði lengst af í gegnum Félag raungreinakennara og Samtök líffræðikennara en til þess að geta betur séð um umsýslu og fjármál tengd styrkjum var ákveðið að stofna sérstakt félag um viðburðinn. Til þess að miðla kennsluhugmyndum frá Science on Stage Festival 2024 og auglýsa viðburðinn betur meðal kennara á Íslandi var ennfremur ákveðið að setja þennan vef á laggirnar.

Hér mun vera hægt að kynnast verkefninu, björgum kennara sem kynnt hafa á Science on Stage, fá upplýsingar um næsta viðburð hérlendis, og skrá sig til þátttöku.

Scroll to Top