Create Mini Ecosystems With Students

Vistkerfi geta verið ákaflega víðfem með flóknu samspili fjölmargra tegunda lífvera og umhverfisins sem þær lifa í. Vistkerfi geta hins vegar líka verið afar lítil; jafnvel passað ofan í litla flösku eða krús.

Í þessu verkefni búa nemendur til lítið vistkerfi í glæru íláti þar sem jarðvegur (með bakteríum og sveppum) og planta myndar lítið lokað vistkerfi. Plantan býr til súrefni og glúkósa með ljóstillífun þegar bjart er sem bakteríurnar og sveppirnir nota og gefa frá sér súrefni og vatn og brjóta niður dauða hluta plöntunnar.

Á SonS Festival 2025 í Turku kynnti Gerdien van der Veer (LinkedIn, netfang) þetta verkefni sem hún vinnur með nemendum sínum og deildi m.a. skjali með leiðbeiningum, en þær má líka sjá hér að neðan.

Töluvert er af öðrum leiðbeiningum og björgum um svona lítil vistkerfi en þau ganga líka undir heitinu „terrarium“ á ensku. Sjá t.a.m. Vistkerfi í krukku á Kennarakvikunni.

Scroll to Top