Ljósmálun er ljósmyndaaðferð þar sem mynd er tekin á löngum tíma til að fanga hreyfingu ljósgjafa í myrkvuðu rými, og sameinar hvort tveggja eðlisfræði og listir.
Nota má ýmsa ljósgjafa, svo sem vasaljós, ljóstvistar (LED ljós), ljómstafir (e. glow stick), stjörnuljós, eða jafnvel eld. Möguleikarnir til sköpunar eru endalausir sem spilar stórt hlutverk í vinsældum aðferðarinnar í eðlisfræði- og listgreinanámi í skóla höfundanna.









Fyrir verkefnið þarf myrkvað rými eða jafnvel bara kassa sem er málaður svartur eða klæddur svörtu að innan. Myndina má taka með myndavél sem stillt er á langa töku. Á apple símum þarf sérstakt app, Slow Shutter Fast Cam, en á Android ætti sjálfgefna myndavélin að ráða við löngu tökuna (sjá ágætt myndband með lýsingu hér).
Það má svo búa til ýmsa ljósgjafa, t.d. úr pappírsrafrásum.